Oktoberfest... ofmetið!

Já sæl verið þið...

Nokkrir dagar síðan að maður bloggaði og allt að fara úr böndunum á Íslandi. Já en ég ætla bara að bæta við að þetta er bara basic markaðsfræði, með því að blogga ekki í svona marga daga þá er ég að skapa mikla eftirspurn =) ... sem sagt margir sem bíða óðir eftir bloggfærslu... gaman gaman.

 En hvað er samt málið, maður fer frá Íslandi í nokkrar vikur og það fer allt til helvítis á meðan! Ég held að ég komi bara ekkert aftur... verð örugglega á hærri launum sem pizzu bakari hérna á  Ítalíu heldur en lögfræðingur á Íslandi.

En nóg um það.. ég ætla ekki að vera að velta mér uppúr þessari eymd sem er yfirvofandi á Íslandi heldur ætla ég að halda áfram að monta mig yfir því hversu gaman og frábært það er hérna á Ítaliú.

 

First things first... fyrirsögnin segir Oktoberfest... ofmetið! Og svarið er einfalt, Oktoberfest er ofmetnasta fyrirbæri jarðar. Ég verð nú bara að segja það. Um þar síðustu helgi s.s.  26 til 28 september fórum við Skotarnir, Ástralirnir og kaninn til Munchen. Við vorum 10 alls í hópnum mínum og við ákveðum að leigja 2 bíla og keyra uppeftir. Við Andy fórum því út á flugvöll snemma föstudags morgun til þess að sækja bílaleigubílana. Við pöntuðum báðir eins bíla Renault bíla sem litu bara út fyrir að vera ágætir. En nei, við erum á Ítalíu, auðvitað fær maður ekki það sem maður pantar. Andy fékk auðvitað Alfa Romeo (flottan bíl) en ég fékk einhverja ítalska druslu, Lancia. Ferðalangarnir tíu og gripurinn En allt í lagi með það maður var bara svo ánægður að fá að keyra bíl loksins eftir margar vikur að maður kvartaði ekki mikið. Verð bara að bæta því við hérna að Andy var að keyra réttu megin á veginum í fyrsta sinn á æfinni, þrjóskir þessir Skotar.

Ég ætla bara að segja það hér og nú að það er rétt sem fram kom í einum þætti Top Gear (breskur bílaþáttur fyrir þá sem ekki vita betur) að vegirnir í Sviss eru himnaríki. Ég hef aldrei á ævinni keyrt jafn góða og fallega vegi eins og þar. Maður var að vinna sig upp fjallshlíðar í ölpunum á ítalska kvikindinu hægri vinstri og það var þvílík nautn að keyra þessa vegi. Mesta hættan stafaði líklega af því að maður var svo dolfallinn af fegurðinni sem blasti við okkur að maður var oft nálægt því að keyra útaf því að það var svo margt að skoða. Við vorum ekkert að flýta okkur því við vorum öll að njóta útsýnisins og við stoppuðum í meira en klukkutíma í San Bernardino sem er lítið þorp hátt uppí  svissnensku ölpunum. Sarah, Katie, Andreia, Nash, Andy, Ég, Hannah og MichaelVið prentuðum út leiðbeiningar af Google Maps og þar stóð að ferðin ætti að taka 5 klukkustundir og 7 mínútur að keyra til Munchen. Ég verð að segja það að ég væri til í að sjá þann sem gæti keyrt þessa vegalengd á þeim tíma, held að Lewis Hamilton væri í vandræðum með það! Tók okkur rúmar 8 klukkustundir en við stoppuðum líka nokkrum sinnum á leiðinni til þess að snæða og teygja úr okkur. 

En um 9 leytið að kvöldi til vorum við svo komin til Munchen. Við vorum mjög bjartsýn þegar við lögðum af stað í þessa ferð því að við ákveðum að fara með stuttum fyrirvara og vorum því ekki búin að panta hótel eða "hostel". Þannig að við eyddum smá tíma í að finna gistingu án árangurs svo við ákveðum að finna Oktoberfest svæðið. Eftir að hafa spurt nokkra þjóðverja til leiðar þá fundum við loks svæðið, ég gat ekki gert að því en ég bara varð að tala ensku með þýskum hreim eftir það... það er bara of fyndið. Við fundum bílastæði og löbbuðum í átt að festival svæðinu þegar við sáum strauminn af fólki vera að labba í burtu. Klukkan var þá 11 að kvöldi til og þá kom svekkelsi númer 1, partíið var búið klukkan 11 ... sem íslendingur skilur maður ekki þessa menningu því maður er varla farinn í fyrirpartí á þeim tíma á Íslandi. Já það gerist ljótara En allt í lagi með það, við höfðum allan laugardaginn til þess að skemmta okkur svo við ákveðum þá að leita enn frekar að gistingu en án árangurs.  Eftir að hafa keyrt um alla borgina í leit að gistingu þá gáfumst við upp, 2:a stjörnu hótel kostaði litlar 200 evrur nóttina. Þannig að það var ekki margt annað í boði en að sofa í bílnum. Ég keyrði inní frekar vel út lítandi hverfi og lagði bílnum þar sem við bjuggum um bílinn þannig að hægt væri að sofa í honum. Ekki beint stærsta gisti pláss í heimi þar sem að bíllinn var frekar lítill, hvað þá fyrir 5 manns.. en það hafðist að lokum. Nash (kaninn) ákvað labba um og finna sér eitthvað að éta en þegar hann kom tilbaka þá voru allir dauðir í bílnum og það tók hann fleiri klukkutíma að komast inn í bílinn því enginn vaknaði. Það var mjög kalt í Munchen að nóttu til þannig að hann var hálf frosinn greyið þegar hann komst svo loks inn. 

Næsta dag var svo vaknað um 9 leytið og við ákveðum að byrja daginn líkt og fyrri endaði, leit að gistingu. En að sjálfsögðu án árangurs þannig að ég ákvað að við myndum reyna að leggja bílnum við Ólympíu leikvanginn í Munchen þar sem að það væri mjög létt að finna hann og auðvelt að ferðast frá honum inn í miðbæ með sporvagni. Sérstaklega var það gott því að það var auðvelt fyrir ölvaða túrista að finna Ólympíu leikvanginn þar sem að maður gæti spurt hvaða þjóðverja sem er til vega. Ekki var nú verra að þar var tjald/húsbíla svæði sem kostaði 3,5€ á sólarhring (er hægt að finna ódýrari gistingu?). 

Að því loknu tókum við sporvagninn og svo metro yfir á oktoberfest svæðið. Vorum mætt um hálf 12 að hádegi, og já gott fólk það var allt stappað þar og hvergi var að finna borð til þess að setjast niður. En allt í lagi það var nú ekki stór mál hugsuðum við, förum bara og kaupum okkur bjór. En neeeiii... maður má ekki kaupa bjór nema að vera með borð. Já ég er ekki að grínast, þjóðverjar eru fávitar! It's official! Þeir kunna ekki grunn markaðsfræði og hagfræði, þeir hefðu betur farið í tíma hjá honum Ágústi Einarsyni. Fólk var hangandi í biðröðum tímunum saman til þess að reyna að komast inn, aðrir hangandi fyrir utan til að reyna að fá borð (sem var ómögulegt því þeir sem voru með borð fóru ekki frá því!). Þeir skilja ekki að þegar eftirspurn er rúmlega 1000%, (já ég er ekki að ýkja því slíkur var mannfjöldinn þarna) þá stækkar maður við sig til þess að annast umframeftirspurn eftir bjór. Þetta kunna þjóðverjar ekki og því var þetta ein stór svekkelsi. Já ég ætla ekkert að skafa ofan af því þeir eru HÁLFVITAR!!! Gersamlega glatað! Loksins með bjór í hendi Við Nash fundum þó borð með könum sem gátu pantað bjór handa okkur. En svo var það ótrúlega erfitt að fá bjór þannig að við gáfumst upp og fórum á ástralskan pub inní miðborg Munchen. Þar var sko bara gaman, maður þurfti aðeins að lyfta tveimur fingrum upp í loftið og þá var kominn bjór fyrir framan mann. 

Þar skemmtum við okkur öll konunglega (maður hefði betur farið þangað strax bara). En seinna um kvöldið hitti ég nokkra Breta sem voru að vinna fyrir Kaupþing og Landsbankann í London. Hefði ég skrifað þetta blogg fyrr hefði ég montað mig á því að mér bauðst vinnu hjá Kaupþingi í London að námi loknu... en einn þeirra sem ég var að tala við er víst hátt settur, Head of market risk (og það er víst nóg af market risk í gangi þessa dagana, haha). En ég ætla ekki að gera það því maður veit ekki einusinni hvort að Kaupþing í London verður til þegar maður útskrifast. En hressir náungar allavega.

Ég fylgdi svo Sarah og Katie (Skotar) heim í æðislega gistiplássið okkar, eða þær fylgdu mér veit ekki alveg hvort það var =). En ég fór að sofa um miðnætti því að maður var búinn að vera í ölinu síðan um hádegi, en það var best að fara að sofa snemma þar sem að ég þurfti að keyra heim morguninn eftir. Sem var kannski mesta lukka því að um leið og við keyrðum út af bílastæðinu stoppaði Der Politzei okkur. En ég var nú ekki í neinni hættu þar sem að ég var búinn að sofa góða 10 tíma auk þess sem að leyfilegt magn í Þýskalandi er mun hærra en annarstaðar, 2 bjórar eða eitthvað rugl.

InnsbruckVið ákveðum svo að rokka þetta og taka aðra leið heim. En á leiðinni til Munchen fórum við í gegnum Como, framhjá Como vatni sem er sjúklega flott og svo í gegnum Sviss og Austurríki. En á leiðinni heim ákveðum við að fara í gegnum Austurríki með viðkomu í Innsbruck sem er mjög fallegur bær.

Leiðin heim var ekki síðri og buðu austuríkisku alparnir uppá ótrúlegt útsýni. Leiðin heim var mun auðveldari og var það nánast einn og sami vegurinn alla leið heim, þurftum aðeins að beygja til hægri þegar komið var til Verona (heimili Romeo og Júlíu) og þaðan var bein leið til Milano.

Þó svo að Oktober fest hafi með öllu verið ofmetið drasl þá var þessi ferð ekki neitt annað en ótrúleg skemmtun. Það skipti litlu þó svo að sjálft "festivalið" hafi verið glatað. Munchen er flott borg og væri gaman að fara þangað aftur.

Það gerðist svo margt skemmtilegt að ég gæti sennilega skrifað heila bók um þetta 3:a daga ferðalag. En þar sem að ég er nú búinn að skrifa hálfa bók þá ætla ég að hætta hér.

 

Þarf líka að fara að drífa mig á rugby æfingu... hafið það gott á klakanum og farið að læra rússnesku =)

 

Friður út!

Stefán Smári Schweinsteiger =)


Here comes the boom!

 
Ég ákvað að setja þetta myndband hérna inn vegna þess að ég er búinn að finna nýja íþrótt sem ég elska!.... RUGBY!!! Mér hefur alltaf fundist rugby vera frekar furðuleg og skrítin íþrótt, en núna er ég klárlega búinn að skipta um skoðun. Þetta er mesta snilldar íþrótt sem hefur verið fundin upp. Fótbolti er samt alltaf númer eitt því það er fallegasti leikur sem til er, en rugby er bara tilvalin íþrótt til þess að fá almennilega útrás án þess að þurfa að líta rauða spjaldið fyrir tuddaskap.
 
Skólinn hérna er með rugby lið og ég hitti nokkra stráka úr liðinu um daginn og þeir spurðu mig hvort að ég vildi mæta á æfingu hjá þeim og ég vildi það að sjálfsögðu. Þannig að ég mætti á æfingu á fimmtudaginn síðastliðinn og það var bara fjör. Eftir æfinguna spurði þjálfarinn mig hvort að ég vildi keppa með þeim á þriðjudaginn (s.s. í gær). Ég sagðist ekki kunna neitt í þessari íþrótt og vissi ekki neinar reglur en ég væri alveg til í það. Sem betur fer talar þjálfarinn ágætis ensku á ítalskan mælikvarða þannig að hann getur sagt manni hvað maður á að gera. 
 
Málið var ekki að ég var svona góður á fyrstu æfingu heldur var það meira það að þeir voru svo lélegir.. hehehe. En Andy er klárlega langbestur þarna og hefur æft íþróttina lengi þannig að hann getur hjálpað manni að verða góður rugby leikmaður.
 
Svo var leikur í gær, og ég var svaka spenntur allan daginn. Hitaði vel upp með því að horfa á fullt af rugby vídjóum á youtube og var orðinn alveg snar bilaður þegar við mættum loks til leiks. Ég ákvað að byrja útaf svona til þess að sjá aðeins hvernig þetta virkar betur. Svo þegar ég fór inná þá var maður tilbúinn að tækla menn uppúr skónum. Ég byrjaði sem center, sem þýðir basically að maður spilar aðeins til hliðar við "mosh pittið" eða hrúguna... tilbúinn að hlaupa eins og brjálæðingur ef maður fær boltann. Það var svosem allt í lagi og maður fékk að hlaupa mikið en lenti því miður ekki í miklu actioni. Svo byrjaði ég seinni hálfleik útaf en var æstur í að fá að komast inná völlinn aftur og sagði þjálfaranum að ég væri tilbúinn til þess að spila hvaða stöðu sem er (ég vildi bara komast inná ..) þannig að hann setti mig inná sem second row sem var bara gaman því þá var maður í hrúgunni að tækla eins og óður maður. Það var miklu meira fjör og ég held að ég sækist eftir því að spila þar. Í rugby þá eru auðvitað stærstu gaurarnir fremstir til þess að tækla og blokka og ég spilaði rétt fyrir aftan þá ef að einhver skyldi komast á milli.
 
Við náðum að halda jöfnu í hálfleik 0-0 en töpuðum síðan 6-0 eða 9 man það ekki þeir náðu 3 snertimörkum á okkur undir lokin því flestir í liðinu voru orðnir þreyttir enda lítið búnir að æfa fyrir þennan leik. En andstæðingar okkar voru í mun betra formi og miklu skipulagðari. Þetta var samt bara gaman og maður var mjög svekktur þegar dómarinn flautaði leikinn af því að mig langaði til þess að spila meira. En það er leikur eftir þennan þannig að maður spilar væntanlega meira þá.
 
En eitt skil ég ekki, afhverju í fjandanum hefur enginn startað rugby liði á Íslandi... þessi íþrótt er sem sniðin fyrir íslendinga enda miklir ruddar á fótboltavelli og þekktir fyrir harðan varnarleik í handboltanum. Væri alveg til í að sjá Sigfús Sigurðsson tækla mann og annan. Ég held að þetta sé málið. En ég mun örugglega gera eitthvað í því þegar ég kem aftur á klakann.
 
Annars gerðist ekki margt sem vert er að segja frá því rugby er nú orðið númer 1. Fórum á diskótek í Mílano á laugardaginn... svo byrjaði kennslan í lögfræðinni á mánudaginn sem var vægast sagt skondið. En ítalska enskan er ekki alltaf sú léttasta að skilja og var maður stundum lengi að fatta hvað kennarinn var að segja. En ég fattaði strax hvað prófessorinn í international business law var að segja þegar hann talaði um fiiishhoonn. Enda var Sylvía búin að segja mér frá því að það er tíska.. eða á engilsaxneskri túngu fashon. Bara gaman að því!
En ég mun segja betur frá því seinna.
 
Ciao
 
Stefán Smári, over and out
og munið að commenta!!! Mun fleyri ip tölur skráðar en comment! meira að segja lame comment eins og hjá Stjána telja!

Önnur færsla... loksins

Já það hefur verið kvartað mikið yfir því að það hefur ekki verði skrifað nógu títt... hehe. En nú er komið að því. Það hefur bara verið nóg að gera undanfarið og maður hefur ekki komist í þetta. Þar sem að það er nú liðin langur tími síðan að ég skrifaði þá verður þetta væntanlega löng ritgerð aftur (sorry Árni). En ég skipti þessu bara niður þannig að hægt sé að lesa þetta sem margar færslur...

 

Eins og ég nefndi síðast þá var international dinner á fimmtudaginn var og var eldaður grjónagrautur með kanilsykri. Eflaust var þetta mjög framandi og enginn sem var búinn að smakka þetta áður =P En ég náði nú að koma með eitthvað al íslenskt hand liðinu þegar ég fattaði að ég átti Ópal skot. Það var langskemmtilegast að sjá svipinn á fólki þegar það smakkaði þetta svarta eitur sem við Ásta buðum uppá.

Yuk Man og RexSvo var það nú ansi misjafnt hversu mikið menn lögðu í eldamennskuna Yuk Man og Rex frá Hong Kong voru flottir á því og elduðu einhvern svaka rétt, þeir eru bara svalir og Rex var alveg að fíla Ópal skotin og fékk sér nokkur þangað til að flaskan var tóm! Svo var margt annað sniðugt í boði en maður var samt frekar smeikur við það að prufa sumt af þessu dóti. Finnarnir voru með súpu sem bragðaðist svipað og ópal skot. Svo var gítar partí og stemmari a la Bifröst eftir matinn (En mér skilst að einhver hafi fengið áminningu fyrir læti útaf gítar tónum langt fram á nótt).Ítalskur matur

 

 

 

Sem betur fer þá var maður ekki í tíma daginn eftir og gat sofið út. En fyrstu tvær vikurnar erum við bara í ítölsku tímum... sem er mjög intense. Við Ben notuðum daginn í það að fara að versla okkur mat og taka til í herberginu okkar. Svo um kvöldið var farið með rútu á vegum ESN (skiptinema ráðið eða Erasmus Student Network, mun ekki endurtaka þetta þannig að leggið það á minnið) á eitthvað diskótek sem var við Lago Magliore sem er svaka flott vatn og geggjuð aðkoma að skemmtistaðnum þar sem að hann var undir svaka brattri klöpp sem var upplýst í allskonar litum. Þetta var víst einhver uppa staður en við sem komu á vegum ESN vorum með VIP og fengum afslátt á barnum. Það var einnig búið að taka frá borð fyrir okkur en ég auðvitað kann ekki að lesa svo ég hlammaði mér niður við borð sem var víst frátekið handa Berlusconi. Við erum ekki að tala um forsætisráðherran sjálfan heldur hefur þetta sennilega verið yngri kynslóðin í mafíuni.italia_113.jpg Benjamin átti líka 21 árs afmæli þannig að ESN splæsti í kampavín og jarðaber handa karlinum, ekki leiðinlegt að skála með svoleiðis inná uppa staðnum..hehe. Það var svo djammað fram á rauða nótt og farið heim með rútunni aftur.

 

 

Daginn eftir s.s. á laugardeginum, voru svo snillingarnir í ESN búnir að skipuleggja ferð til Varese sem er bær og einnig nafnið á svæðinu hérna fyrir ofan Milano. En ég segi snillingar þar sem að þetta var gert daginn eftir svaka djamm ferð og þar sem að við gengum upp í fjall þar sem að eitthvað munka klaustur eða eitthvað kirkju dæmi var (hvað veit ég ég var þunnur).Fólk að labba upp brekku =P En það var auðvitað ekki nóg fyrir okkur Andy frá Skotlandi að vera þunnir og þreyttir heldur þurftum við auðvitað að mana hvorn annan upp í það að hlaupa upp á topp. Þannig að við vorum mættir upp á topp ca 15 mín á undan hinum. Sem betur fer var kaffihús þar og við gátum fengið okkur vatn. Annars var þetta svaka fallegt og magnað útsyni, það var víst eitthvað brúðkaup í gangi líka þarna. Eftir það fórum við að skoða bæinn Varese og fengum okkur svo eitthvað að borða í boði ESN á stað sem þau voru búin að leigja. Mjög fínn staður en maður var svosem ekki mikið að hreyfa sig úr sætinu eftir gönguna/sprettina upp fjallið.

 

 

Sunnudagurinn fór svo í það að jafna sig eftir átök helgarinnar ásamt því að lesa Vinnuréttinn. En svo um kvöldið var pizzu dinner í boði ESN. Það var bara nice! En það var nú eitthvað um bjórdrykkjuna þar og voru liðsmenn ESN duglegir við það að syngja drykkju söngva sína sem hvatti fólk frá hinum ýmsu löndum til þess að klára það sem var í könnunni... ég gat nú ekki gert annað en að vera þjóðinni til sóma og taka að mér hlut Ásu þar líka en hún náði nú samt að klára hálft glasið. Ég held að skotarnir hafi nú verið harðastir í þeirri keppni enda kláruðu allar stelpurnar úr sínum glösum kudos to them! En þar sem að maður var ennþá þreyttur eftir helgina þá var farið snemma að sofa.

 

Mánudagurinn var bara rólegheit.. læra ítölsku og þvo þvott.. æði! Svo var horft á mynd og farið snemma að sofa aftur hehe. En maður verður líka frekar þreyttur í þessum hita, ekki búið að fara undir 25 stig síðan að ég kom. Í gær (þriðjudag) fór ég svo í ítölsku og las smá meiri vinnurétt og lærði ítölsku en við fórum líka nokkrir strákar í fótbolta á túni hérna rétt fyrir ofan campus. Það voru flestir búnir á því eftir klukkutíma enda var 28 stiga hiti úti. Eftir boltann var mér boðið að mæta á rugby æfingu skólaliðsins (þetta er víst mjög vinsæl íþrótt hérna líka). En ég var bara svo búinn á því að ég verð að láta það bíða. Andy sem er jú skoti rústaði þeim víst á æfingunni og ég er ekki viss um að hann sé velkominn aftur hehe...

 

Já þetta er að verða jafn langt og handrit eftir Shakespeare en eins og ég nefndi áður... þá er líka hægt að líta inn og lesa smá hluta í einu og commenta... svo lesa meira og commenta aftur!!! Skylda! Skrifa ekki nýa færslu fyrr en ég fæ nægilega mörg komment...

Svo er rétt að minnast á að í kvöld er leikur Íslands og Skotlands í fótbolta... úfff eins gott að við töpum ekki fyrir þeim.. því að það er allt of mikið af skotum hérna og Andy verður óþolandi ef þeir vinna!

 

Friður út

Stefán Smári

 


Fyrsta færsla!

Jæja þá er maður loksins búinn að drullast til þess að skrá blog síðu! Þetta verður einhverskonar dagbókar færsla yfir það sem hér fer fram í dvöl minni hérna á Ítalíu. Þannig að ég er ekki að fara að varpa fram neinum brautryðjandi kenningum um það hvernig má bjarga krónunni eða hvernig við komum í veg fyrir hlynun jarðar. Ég ætla bara að geyma það fyrir sjálfan mig og segja ykkur frekar frá því hvað það er ógeðslega gaman og frábært hérna á Ítalíu svo að þið getið öll ælt af öfund ;)

Já hvar á maður svo að byrja? Get nú sagt frá því að ég flaug út á laugardaginn síðastliðinn til Köben þar sem ég gisti eina nótt... eða 1/3 úr nótt þar sem að ég fór nú út á lífið og hitti þar Pétur Fannar ásamt haug af íslendingum sem voru líkt og sannir íslendingar búnir að rotta sig saman á sama barinn og voru með dólgslæti og óviðeigandi ölvunarhegðun líkt og íslendingum einum er lagið að gera. Nei nei.. þetta voru allt saman prýðis drengir og voða fínir, og já ekki má gleyma því að Gústi bakari var nú líka þarna. Já svo er nú gaman að minnast á það að Pétur Fannar er með heppnina með sér í þessu öllu saman, taskan hans tyndist (good job icelandexpress) einnig voru flug cancelluð og seinkannir og ég veit ekki hvað... hvort að hann hafi ekki verið rændur af frænda hans Zlatan Ibrahimovic i Malmö... hvað veit ég. En hann er víst búinn að skila sér til Búdapest hef ég heyrt.

 

Dagur 1

Já já en nóg um það, þar sem að þetta blog er nú til þess að fjalla um Ítalíu þá er sennilega best að byrja þá því. Þegar maður lennti á Malpensa flugvellinum í Milano þá voru litlar 34 gráður. Já og ég klæddur í svörtum gallabuxum, svörtum bol og jakka. Það var eins og fá kjaftshögg að koma út úr flugstöðinni þar sem að það var vel loft kælt allt saman. Eftir ca. 30 mín leigubílaferð var maður kominn til Castellanza, sem er lítill bær í úthverfi Milano svona eins og Garðabær eða eitthvað. Auðvitað skilaði leigubílstjórinn mér ekki á réttan stað heldur henti hann mér út við skólan. En vistin er á götu aðeins fyrir neðan skólan. Þar stóð maður eins og áttaviltur kiðlingur sem vissi ekkert hvert átti að fara. Svo var auðvitað sunnudagur þannig að það var allt lokað en ég fann símanúmer á vistina og hringdi þangað. Auðvitað talaði maðurinn sem svaraði enga ensku og það eina sem hann kunni var NO ENGLISH. Ég náði nú samt að komast að því að þetta væri þarna fyrir neðan með því að bulla eitthvað á ítöslku og frönsku. Svo hitti ég herbergis félaga minn sem heitir Benjamin og er frá Toulouse í Frakklandi, bara fínasti gaur þar á ferð. Það var svo ekki mikið annað gert fyrsta daginn en það að taka upp úr töskum og spjalla við Ben.

 

Dagur 2

Vaknaði um 10 leytið og fór þá að skoða svæðið hér í kring. Maður varð auðvitað að drífa sig í Supermercato til þess að ná sér eitthvað í ísskápinn. Helst þá vatn og íste maður drekkur mikið af því til þess að deyja ekki. Svo kíktum við inn í bæ til Milano. Það var franskur vinur hans Ben sem heitir Luic sem skutlaði okkur. Við kíktum á Giuseppe Meazza San Siro (fyrir ykkur vitleysinga sem vitið ekki hvað það er þá mæli ég með google eða wikipedia..hehe ) svo fórum við í bæinn að skoða föt. Það var nú bara ekki krónu ódýrara en heima, armani, diesel, D&G, Gucci... allt búið til hérna á svæðinu en það kostar samt það sama og í Kringlunni. Maður kannski var bara að láta plata sig með því að fara á svona typiska ferðamanna búð.. eða "mall" því þetta var jú á 6 hæðum og ekkert nema rán dýr og flott föt.

En ég veit bara ekki hvar ég á að byrja til þess að lýsa kvenfólkinu hérna... vaaá, ég held að það sé kvenfólkinu í Milano að kenna að það sé svona heitt hérna! Ég held að ég sé kominn til himnaríkis! Áður en ég fór út þá var ég að djóka með það að ég ætlaði að ná mér í eina ítalska og koma með hana heim... en ég held nú bara að ég verði hérna ... kem ekki aftur! Þetta var bara skemmtileg bæjarferð og við komum heim um 9 leytið og þá voru aðeins 25 stig.

 

Dagur 3

 

Skólinn byrjaði loksins á þriðjudaginn. Við fórum í einhvern sal til þess að hlusta á endalausar upplýsingar um skólan og allt sem því tilheyrir. Maður var orðinn frekar þreyttur á því að hlusta á þetta eftir 4 tíma. En svo var hádegismatur og eftir hann þá tók Erasmus hópurinn við til þess að kynna félagslífið hérna. Það var nú mun meira gaman af því hehe. En þetta virðist bara vera fínasti skóli, bæði námslega og félagslega séð, enda er hann frekar nýr en hann er tæplega 20 ára. Sem er ekki mikið á ítalskan mælikvarða. Svo er campus svæðið vel afgirt og myndavélar allstaðar, þetta er svona nánast eins og fangelsi.. nema það að maður kemst inn og út þegar maður vill... sem er stór kostur =P En það er kanski ekki furða þegar maður skoðar bílastæðið hérna, yfirleitt standa 3-4 porsche'ar og Range Rover'ar hérna á bílastæðinu. Held að þetta er ekkert fátækasta fólk á ítalíu sem er hérna.

Um kvöldið var svo "name tag night", en það hlýtur að skyra sig sjálft að þá voru allir með nafnspjald með nafni og landi sem þau voru frá. Hittumst á pub sem er hérna rétt fyrir utan campus. Það var bara gaman enda voru allir hérna í góðu skapi og spenntir yfir því að vera hérna til að kynnast fólki. Þannig að fólk var að mingla út um allt og allir að tala við alla, en það eru ca 100 skiptinemar hérna. Svo seinna um kvöldið þá var maður orðinn skoti sem heitir Andy og talaði bara skosku. Það var bara gaman!

 

Dagur 4

 

Basically sama og dag 3, enn meira af info fundum og svo fór maður í fyrsta ítölsku tíman sem var bara fjör. Eftir það fórum við nokkur að éta kvöldmat á pizzeríu hérna skammt frá. Ef að það er eitthvað sem þeir kunna hérna á Ítalíu þá er það að baka pizzu. Ég fékk mér Calzone sem var alveg eins og draumur. Auðvitað bökuð í stein ofni með eldivið í. Svo fórum við skotarnir í ég og Andy í búðina og eftir það var farið í bjór drykkju leik sem heitir ring of fire. Bara gaman að því og mörg fyndin atriði sem komu í kjölfarið af því.

 

Í dag er maður svo búinn að fara í búðina með Ásu til þess að undirbúa sig fyrir alþjóðlega kvöld dinnerinn. Þar sem að það er lítið af íslenskum mat í boði hérna á Ítalíu og við gleymdum algjörlega að koma með eitthvað með okkur þá ákveðum við bara að elda hrísgrjónagraut með kanilsykri og mjólk. Eða ég keypti grjónin og Ása mun sjá um eldamennskuna, ég ætla ekki að fara að drepa fólk hérna þannig að ég hafði bara vit á því að láta fagfólk sjá um slíkt. En núna er ég að fara í ítölsku tíma aftur.

to be continued...

 

Stefano Smari


Höfundur

Stefán Smári Kristinsson
Stefán Smári Kristinsson
Stunda skiptinám í lögfræði við Universita Carlo Cattaneo í Castellanza (Milano). Önnur áhugamál fyrir utan lögfræðina er helst fótbolti og Liverpool, en einnig mikill áhugamaður um kvikmyndir, tónlist, snjóbretti, ferðalög og góðan mat. Og munið svo að það er skylda að commenta!!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband