Oktoberfest... ofmetið!

Já sæl verið þið...

Nokkrir dagar síðan að maður bloggaði og allt að fara úr böndunum á Íslandi. Já en ég ætla bara að bæta við að þetta er bara basic markaðsfræði, með því að blogga ekki í svona marga daga þá er ég að skapa mikla eftirspurn =) ... sem sagt margir sem bíða óðir eftir bloggfærslu... gaman gaman.

 En hvað er samt málið, maður fer frá Íslandi í nokkrar vikur og það fer allt til helvítis á meðan! Ég held að ég komi bara ekkert aftur... verð örugglega á hærri launum sem pizzu bakari hérna á  Ítalíu heldur en lögfræðingur á Íslandi.

En nóg um það.. ég ætla ekki að vera að velta mér uppúr þessari eymd sem er yfirvofandi á Íslandi heldur ætla ég að halda áfram að monta mig yfir því hversu gaman og frábært það er hérna á Ítaliú.

 

First things first... fyrirsögnin segir Oktoberfest... ofmetið! Og svarið er einfalt, Oktoberfest er ofmetnasta fyrirbæri jarðar. Ég verð nú bara að segja það. Um þar síðustu helgi s.s.  26 til 28 september fórum við Skotarnir, Ástralirnir og kaninn til Munchen. Við vorum 10 alls í hópnum mínum og við ákveðum að leigja 2 bíla og keyra uppeftir. Við Andy fórum því út á flugvöll snemma föstudags morgun til þess að sækja bílaleigubílana. Við pöntuðum báðir eins bíla Renault bíla sem litu bara út fyrir að vera ágætir. En nei, við erum á Ítalíu, auðvitað fær maður ekki það sem maður pantar. Andy fékk auðvitað Alfa Romeo (flottan bíl) en ég fékk einhverja ítalska druslu, Lancia. Ferðalangarnir tíu og gripurinn En allt í lagi með það maður var bara svo ánægður að fá að keyra bíl loksins eftir margar vikur að maður kvartaði ekki mikið. Verð bara að bæta því við hérna að Andy var að keyra réttu megin á veginum í fyrsta sinn á æfinni, þrjóskir þessir Skotar.

Ég ætla bara að segja það hér og nú að það er rétt sem fram kom í einum þætti Top Gear (breskur bílaþáttur fyrir þá sem ekki vita betur) að vegirnir í Sviss eru himnaríki. Ég hef aldrei á ævinni keyrt jafn góða og fallega vegi eins og þar. Maður var að vinna sig upp fjallshlíðar í ölpunum á ítalska kvikindinu hægri vinstri og það var þvílík nautn að keyra þessa vegi. Mesta hættan stafaði líklega af því að maður var svo dolfallinn af fegurðinni sem blasti við okkur að maður var oft nálægt því að keyra útaf því að það var svo margt að skoða. Við vorum ekkert að flýta okkur því við vorum öll að njóta útsýnisins og við stoppuðum í meira en klukkutíma í San Bernardino sem er lítið þorp hátt uppí  svissnensku ölpunum. Sarah, Katie, Andreia, Nash, Andy, Ég, Hannah og MichaelVið prentuðum út leiðbeiningar af Google Maps og þar stóð að ferðin ætti að taka 5 klukkustundir og 7 mínútur að keyra til Munchen. Ég verð að segja það að ég væri til í að sjá þann sem gæti keyrt þessa vegalengd á þeim tíma, held að Lewis Hamilton væri í vandræðum með það! Tók okkur rúmar 8 klukkustundir en við stoppuðum líka nokkrum sinnum á leiðinni til þess að snæða og teygja úr okkur. 

En um 9 leytið að kvöldi til vorum við svo komin til Munchen. Við vorum mjög bjartsýn þegar við lögðum af stað í þessa ferð því að við ákveðum að fara með stuttum fyrirvara og vorum því ekki búin að panta hótel eða "hostel". Þannig að við eyddum smá tíma í að finna gistingu án árangurs svo við ákveðum að finna Oktoberfest svæðið. Eftir að hafa spurt nokkra þjóðverja til leiðar þá fundum við loks svæðið, ég gat ekki gert að því en ég bara varð að tala ensku með þýskum hreim eftir það... það er bara of fyndið. Við fundum bílastæði og löbbuðum í átt að festival svæðinu þegar við sáum strauminn af fólki vera að labba í burtu. Klukkan var þá 11 að kvöldi til og þá kom svekkelsi númer 1, partíið var búið klukkan 11 ... sem íslendingur skilur maður ekki þessa menningu því maður er varla farinn í fyrirpartí á þeim tíma á Íslandi. Já það gerist ljótara En allt í lagi með það, við höfðum allan laugardaginn til þess að skemmta okkur svo við ákveðum þá að leita enn frekar að gistingu en án árangurs.  Eftir að hafa keyrt um alla borgina í leit að gistingu þá gáfumst við upp, 2:a stjörnu hótel kostaði litlar 200 evrur nóttina. Þannig að það var ekki margt annað í boði en að sofa í bílnum. Ég keyrði inní frekar vel út lítandi hverfi og lagði bílnum þar sem við bjuggum um bílinn þannig að hægt væri að sofa í honum. Ekki beint stærsta gisti pláss í heimi þar sem að bíllinn var frekar lítill, hvað þá fyrir 5 manns.. en það hafðist að lokum. Nash (kaninn) ákvað labba um og finna sér eitthvað að éta en þegar hann kom tilbaka þá voru allir dauðir í bílnum og það tók hann fleiri klukkutíma að komast inn í bílinn því enginn vaknaði. Það var mjög kalt í Munchen að nóttu til þannig að hann var hálf frosinn greyið þegar hann komst svo loks inn. 

Næsta dag var svo vaknað um 9 leytið og við ákveðum að byrja daginn líkt og fyrri endaði, leit að gistingu. En að sjálfsögðu án árangurs þannig að ég ákvað að við myndum reyna að leggja bílnum við Ólympíu leikvanginn í Munchen þar sem að það væri mjög létt að finna hann og auðvelt að ferðast frá honum inn í miðbæ með sporvagni. Sérstaklega var það gott því að það var auðvelt fyrir ölvaða túrista að finna Ólympíu leikvanginn þar sem að maður gæti spurt hvaða þjóðverja sem er til vega. Ekki var nú verra að þar var tjald/húsbíla svæði sem kostaði 3,5€ á sólarhring (er hægt að finna ódýrari gistingu?). 

Að því loknu tókum við sporvagninn og svo metro yfir á oktoberfest svæðið. Vorum mætt um hálf 12 að hádegi, og já gott fólk það var allt stappað þar og hvergi var að finna borð til þess að setjast niður. En allt í lagi það var nú ekki stór mál hugsuðum við, förum bara og kaupum okkur bjór. En neeeiii... maður má ekki kaupa bjór nema að vera með borð. Já ég er ekki að grínast, þjóðverjar eru fávitar! It's official! Þeir kunna ekki grunn markaðsfræði og hagfræði, þeir hefðu betur farið í tíma hjá honum Ágústi Einarsyni. Fólk var hangandi í biðröðum tímunum saman til þess að reyna að komast inn, aðrir hangandi fyrir utan til að reyna að fá borð (sem var ómögulegt því þeir sem voru með borð fóru ekki frá því!). Þeir skilja ekki að þegar eftirspurn er rúmlega 1000%, (já ég er ekki að ýkja því slíkur var mannfjöldinn þarna) þá stækkar maður við sig til þess að annast umframeftirspurn eftir bjór. Þetta kunna þjóðverjar ekki og því var þetta ein stór svekkelsi. Já ég ætla ekkert að skafa ofan af því þeir eru HÁLFVITAR!!! Gersamlega glatað! Loksins með bjór í hendi Við Nash fundum þó borð með könum sem gátu pantað bjór handa okkur. En svo var það ótrúlega erfitt að fá bjór þannig að við gáfumst upp og fórum á ástralskan pub inní miðborg Munchen. Þar var sko bara gaman, maður þurfti aðeins að lyfta tveimur fingrum upp í loftið og þá var kominn bjór fyrir framan mann. 

Þar skemmtum við okkur öll konunglega (maður hefði betur farið þangað strax bara). En seinna um kvöldið hitti ég nokkra Breta sem voru að vinna fyrir Kaupþing og Landsbankann í London. Hefði ég skrifað þetta blogg fyrr hefði ég montað mig á því að mér bauðst vinnu hjá Kaupþingi í London að námi loknu... en einn þeirra sem ég var að tala við er víst hátt settur, Head of market risk (og það er víst nóg af market risk í gangi þessa dagana, haha). En ég ætla ekki að gera það því maður veit ekki einusinni hvort að Kaupþing í London verður til þegar maður útskrifast. En hressir náungar allavega.

Ég fylgdi svo Sarah og Katie (Skotar) heim í æðislega gistiplássið okkar, eða þær fylgdu mér veit ekki alveg hvort það var =). En ég fór að sofa um miðnætti því að maður var búinn að vera í ölinu síðan um hádegi, en það var best að fara að sofa snemma þar sem að ég þurfti að keyra heim morguninn eftir. Sem var kannski mesta lukka því að um leið og við keyrðum út af bílastæðinu stoppaði Der Politzei okkur. En ég var nú ekki í neinni hættu þar sem að ég var búinn að sofa góða 10 tíma auk þess sem að leyfilegt magn í Þýskalandi er mun hærra en annarstaðar, 2 bjórar eða eitthvað rugl.

InnsbruckVið ákveðum svo að rokka þetta og taka aðra leið heim. En á leiðinni til Munchen fórum við í gegnum Como, framhjá Como vatni sem er sjúklega flott og svo í gegnum Sviss og Austurríki. En á leiðinni heim ákveðum við að fara í gegnum Austurríki með viðkomu í Innsbruck sem er mjög fallegur bær.

Leiðin heim var ekki síðri og buðu austuríkisku alparnir uppá ótrúlegt útsýni. Leiðin heim var mun auðveldari og var það nánast einn og sami vegurinn alla leið heim, þurftum aðeins að beygja til hægri þegar komið var til Verona (heimili Romeo og Júlíu) og þaðan var bein leið til Milano.

Þó svo að Oktober fest hafi með öllu verið ofmetið drasl þá var þessi ferð ekki neitt annað en ótrúleg skemmtun. Það skipti litlu þó svo að sjálft "festivalið" hafi verið glatað. Munchen er flott borg og væri gaman að fara þangað aftur.

Það gerðist svo margt skemmtilegt að ég gæti sennilega skrifað heila bók um þetta 3:a daga ferðalag. En þar sem að ég er nú búinn að skrifa hálfa bók þá ætla ég að hætta hér.

 

Þarf líka að fara að drífa mig á rugby æfingu... hafið það gott á klakanum og farið að læra rússnesku =)

 

Friður út!

Stefán Smári Schweinsteiger =)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

welches Biergetränk die deutschen Leute?

Jóel Daði (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Stefán Smári Kristinsson

Löwenbrau! bitte ... jaaaahhh das is guut, Ich hasst ein brahtwurst jaahhh... schweinhundt!

hahaha... hey.. fólk comment annars verð ég brjálaður og hætti að blogga!

Stefán Smári Kristinsson, 8.10.2008 kl. 00:46

3 identicon

váa.. þetta er bara alltof langt blogg.. gefðu þá frekar út bók... las samt alveg niðrí 3,5 evrur gistingin... commenta aftur þegar ég er búin að lesa hitt.. gastu keyrt bílinn ;) vona að hann hafi ekki verið sjálfskiptur því það er allt of erfitt fyrir suma ;)

Aldís (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:02

4 identicon

Jahá...þú segir nokkuð.

Ætli maður geti þá ekki strikað "Oktoberfest" af listanum: Hlutir sem ég þarf að gera áður en ég dey

Svekkjandi!

YNWA

Snorri Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 08:05

5 identicon

Mig langar á svissnesku alpa vegina!!!!! Mí lækí what æ sísí in top gír!

Bloggaðu oftar og styttra í hvert skipti - þetta er rosalegt, bara eins og einn kafli í veðréttinum! :)

Farðu nú að ná þér í einhverja kellingu, maður heyrir engar kellingasögur af þér hérna á blogginu - maður þarf að fylgjast með hvað þú ætlar að flytja inn eftir 1 og hálfan mánuð!

Ég er að fara í Ytri Rangá á morgun - liggaliggalái!

Árni Þór (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:47

6 Smámynd: Stefán Smári Kristinsson

Haha... æ Aldís vertu komin með bílpróf áður en þú ferð að rífa kjaft! En já fínt hjá þér að skipta því niður... getur litið á þetta sem 3 blog færslur =)

Og Snorri, gaman að heyra í kínamanni! En já ég held að þú getir strikað það af listanum, bættu bara inn Carneval í Rio De Janeiro ef þú ert ekki búinn að því. Þar verður enginn maður svekktur! Hvernig gengur annars að ná Liverpool leikjum í sjónvörpum sem búin eru til úr bambus?  Hérna á ítalíu þá er maður í stöðugu stríði um sjónvarpsherbergið við þessa ítala skratta sem vilja horfa á einhverja B-leiki í þessari glataðri deild þeirra. Liverpool verður að hætta að lenda alltaf á sunnudögum!

YNWA

.... Árni hvar ert þú?

Stefán Smári Kristinsson, 8.10.2008 kl. 09:49

7 identicon

Hehe ég má alltaf rífa kjaft við þig þarna... og þarna Árni biddu nú frænda að segja þér frá verslunarmannahelginni sinni fyrir austan,, þar málaði stelpa bara rauðan heiminn fyrir kallinn eða ætti maður að segja rautt þakið Stefán??

Aldís (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:39

8 identicon

Kreppa á Íslandi og ég bara í laxveiði, drekkandi rauðvín og borðandi hreindýralundir og gæsabringur! Skella mér í pottinn og svona notalegheit! :) Svona á þetta að vera! :)

Hahahahha.... hmmmmm... Stefán - Rautt þakið? ;)

Árni Þór (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Stefán Smári Kristinsson

Auðvitað gera höfðingjar eins og þú Árni lítið úr kreppunni.. hehehe iss... en já þú veist allt um þetta þak... ég var búinn að segja þér allt um það, verzló fyrir austan... þú varst búinn að heyra alla söguna. Aldís heldur bara að hún sé sniðug... ekki einusinni með bílpróf.. haha

Stefán Smári Kristinsson, 10.10.2008 kl. 13:36

10 identicon

Auðvitað var ég búinn að heyra söguna! Ég var bara að spá í þetta rauða þak! Málaðir þú það eða? hahaha...

Árni Þór (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:16

11 identicon

Farðu að blogga kallinn minn! Ég sakna þín :* langar líka að sjá myndir af San Siro! :)

Árni Þór (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:57

12 identicon

haha þetta með þakið... það var nú bara því gellan hans stebba reisti stiga uppá þak til að komast að glugganum hjá honum  því húsið mitt var læst og stefán svaf á efri hæðinni.... enn því miður fór hún á rangan glugga og bánkaði hjá brósa..!

Aldís.. (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Smári Kristinsson
Stefán Smári Kristinsson
Stunda skiptinám í lögfræði við Universita Carlo Cattaneo í Castellanza (Milano). Önnur áhugamál fyrir utan lögfræðina er helst fótbolti og Liverpool, en einnig mikill áhugamaður um kvikmyndir, tónlist, snjóbretti, ferðalög og góðan mat. Og munið svo að það er skylda að commenta!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband