Fimmtudagur, 4. september 2008
Fyrsta færsla!
Jæja þá er maður loksins búinn að drullast til þess að skrá blog síðu! Þetta verður einhverskonar dagbókar færsla yfir það sem hér fer fram í dvöl minni hérna á Ítalíu. Þannig að ég er ekki að fara að varpa fram neinum brautryðjandi kenningum um það hvernig má bjarga krónunni eða hvernig við komum í veg fyrir hlynun jarðar. Ég ætla bara að geyma það fyrir sjálfan mig og segja ykkur frekar frá því hvað það er ógeðslega gaman og frábært hérna á Ítalíu svo að þið getið öll ælt af öfund ;)
Já hvar á maður svo að byrja? Get nú sagt frá því að ég flaug út á laugardaginn síðastliðinn til Köben þar sem ég gisti eina nótt... eða 1/3 úr nótt þar sem að ég fór nú út á lífið og hitti þar Pétur Fannar ásamt haug af íslendingum sem voru líkt og sannir íslendingar búnir að rotta sig saman á sama barinn og voru með dólgslæti og óviðeigandi ölvunarhegðun líkt og íslendingum einum er lagið að gera. Nei nei.. þetta voru allt saman prýðis drengir og voða fínir, og já ekki má gleyma því að Gústi bakari var nú líka þarna. Já svo er nú gaman að minnast á það að Pétur Fannar er með heppnina með sér í þessu öllu saman, taskan hans tyndist (good job icelandexpress) einnig voru flug cancelluð og seinkannir og ég veit ekki hvað... hvort að hann hafi ekki verið rændur af frænda hans Zlatan Ibrahimovic i Malmö... hvað veit ég. En hann er víst búinn að skila sér til Búdapest hef ég heyrt.
Dagur 1
Já já en nóg um það, þar sem að þetta blog er nú til þess að fjalla um Ítalíu þá er sennilega best að byrja þá því. Þegar maður lennti á Malpensa flugvellinum í Milano þá voru litlar 34 gráður. Já og ég klæddur í svörtum gallabuxum, svörtum bol og jakka. Það var eins og fá kjaftshögg að koma út úr flugstöðinni þar sem að það var vel loft kælt allt saman. Eftir ca. 30 mín leigubílaferð var maður kominn til Castellanza, sem er lítill bær í úthverfi Milano svona eins og Garðabær eða eitthvað. Auðvitað skilaði leigubílstjórinn mér ekki á réttan stað heldur henti hann mér út við skólan. En vistin er á götu aðeins fyrir neðan skólan. Þar stóð maður eins og áttaviltur kiðlingur sem vissi ekkert hvert átti að fara. Svo var auðvitað sunnudagur þannig að það var allt lokað en ég fann símanúmer á vistina og hringdi þangað. Auðvitað talaði maðurinn sem svaraði enga ensku og það eina sem hann kunni var NO ENGLISH. Ég náði nú samt að komast að því að þetta væri þarna fyrir neðan með því að bulla eitthvað á ítöslku og frönsku. Svo hitti ég herbergis félaga minn sem heitir Benjamin og er frá Toulouse í Frakklandi, bara fínasti gaur þar á ferð. Það var svo ekki mikið annað gert fyrsta daginn en það að taka upp úr töskum og spjalla við Ben.
Dagur 2
Vaknaði um 10 leytið og fór þá að skoða svæðið hér í kring. Maður varð auðvitað að drífa sig í Supermercato til þess að ná sér eitthvað í ísskápinn. Helst þá vatn og íste maður drekkur mikið af því til þess að deyja ekki. Svo kíktum við inn í bæ til Milano. Það var franskur vinur hans Ben sem heitir Luic sem skutlaði okkur. Við kíktum á Giuseppe Meazza San Siro (fyrir ykkur vitleysinga sem vitið ekki hvað það er þá mæli ég með google eða wikipedia..hehe ) svo fórum við í bæinn að skoða föt. Það var nú bara ekki krónu ódýrara en heima, armani, diesel, D&G, Gucci... allt búið til hérna á svæðinu en það kostar samt það sama og í Kringlunni. Maður kannski var bara að láta plata sig með því að fara á svona typiska ferðamanna búð.. eða "mall" því þetta var jú á 6 hæðum og ekkert nema rán dýr og flott föt.
En ég veit bara ekki hvar ég á að byrja til þess að lýsa kvenfólkinu hérna... vaaá, ég held að það sé kvenfólkinu í Milano að kenna að það sé svona heitt hérna! Ég held að ég sé kominn til himnaríkis! Áður en ég fór út þá var ég að djóka með það að ég ætlaði að ná mér í eina ítalska og koma með hana heim... en ég held nú bara að ég verði hérna ... kem ekki aftur! Þetta var bara skemmtileg bæjarferð og við komum heim um 9 leytið og þá voru aðeins 25 stig.
Dagur 3
Skólinn byrjaði loksins á þriðjudaginn. Við fórum í einhvern sal til þess að hlusta á endalausar upplýsingar um skólan og allt sem því tilheyrir. Maður var orðinn frekar þreyttur á því að hlusta á þetta eftir 4 tíma. En svo var hádegismatur og eftir hann þá tók Erasmus hópurinn við til þess að kynna félagslífið hérna. Það var nú mun meira gaman af því hehe. En þetta virðist bara vera fínasti skóli, bæði námslega og félagslega séð, enda er hann frekar nýr en hann er tæplega 20 ára. Sem er ekki mikið á ítalskan mælikvarða. Svo er campus svæðið vel afgirt og myndavélar allstaðar, þetta er svona nánast eins og fangelsi.. nema það að maður kemst inn og út þegar maður vill... sem er stór kostur =P En það er kanski ekki furða þegar maður skoðar bílastæðið hérna, yfirleitt standa 3-4 porsche'ar og Range Rover'ar hérna á bílastæðinu. Held að þetta er ekkert fátækasta fólk á ítalíu sem er hérna.
Um kvöldið var svo "name tag night", en það hlýtur að skyra sig sjálft að þá voru allir með nafnspjald með nafni og landi sem þau voru frá. Hittumst á pub sem er hérna rétt fyrir utan campus. Það var bara gaman enda voru allir hérna í góðu skapi og spenntir yfir því að vera hérna til að kynnast fólki. Þannig að fólk var að mingla út um allt og allir að tala við alla, en það eru ca 100 skiptinemar hérna. Svo seinna um kvöldið þá var maður orðinn skoti sem heitir Andy og talaði bara skosku. Það var bara gaman!
Dagur 4
Basically sama og dag 3, enn meira af info fundum og svo fór maður í fyrsta ítölsku tíman sem var bara fjör. Eftir það fórum við nokkur að éta kvöldmat á pizzeríu hérna skammt frá. Ef að það er eitthvað sem þeir kunna hérna á Ítalíu þá er það að baka pizzu. Ég fékk mér Calzone sem var alveg eins og draumur. Auðvitað bökuð í stein ofni með eldivið í. Svo fórum við skotarnir í ég og Andy í búðina og eftir það var farið í bjór drykkju leik sem heitir ring of fire. Bara gaman að því og mörg fyndin atriði sem komu í kjölfarið af því.
Í dag er maður svo búinn að fara í búðina með Ásu til þess að undirbúa sig fyrir alþjóðlega kvöld dinnerinn. Þar sem að það er lítið af íslenskum mat í boði hérna á Ítalíu og við gleymdum algjörlega að koma með eitthvað með okkur þá ákveðum við bara að elda hrísgrjónagraut með kanilsykri og mjólk. Eða ég keypti grjónin og Ása mun sjá um eldamennskuna, ég ætla ekki að fara að drepa fólk hérna þannig að ég hafði bara vit á því að láta fagfólk sjá um slíkt. En núna er ég að fara í ítölsku tíma aftur.
to be continued...
Stefano Smari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha, vá hvað ég á auðvelt með að sjá þetta fyrir mér...well, væntanlega þar sem ég upplifði nákvæmlega sama dæmið fyrir ári. Ég horfði samt meira á stráka í Mílanó en stelpur :P
Hafið það gott og ekki taka námið of alvarlega :)
Sylvía (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:04
Hehe þú virðist skemmta þér vel þarna, bjórdrykkjan þín kemur mér nú ekkert að óvart, þetta er bara í ættinni :) passaðu þig bara að verða ekki hnuplaður þarna á hverju horni..:) og farðu nú að tékka á strákunum fyrir frænku,, annas fer ég bara beint í bróður þinn :(
Aldís (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:41
Hey keppz, ekki hafa næstu færslu svona langa maður! :) Maður verður bara steiktur af að lesa svona! hehe...
Það er ekkert verið að segja frá þessari skosku, hahahahhahah! :)
Heyrumst gamli
Árni Þór (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:45
Já þetta er bara fjör, en já Árni minn ég lofa það að næsta færsla verður ekki svona löng... enda var ég að skrifa fyrir marga daga. Enda nenni ég sennilega ekki að hafa þetta lang. En svo í samband við spúsurnar... þá verður maður nú að hafa eitthvað svona kræsandi sem er aðeins fyrir VIP menn eins og þig Árni!
Ciao tutti!
Stefán Smári Kristinsson, 4.9.2008 kl. 17:00
Bið að heilsa þér gamli
kv. Finnbogi Vikar
Finnbogi Vikar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 20:57
Líst vel á þetta meistari. Ég kem og kíki á þig eftir nokkur ár ef þú ákveður að vera þarna eitthvað lengur en eina önn .
Grétar T. (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 22:25
... byrjum á einu ... ruslpóstvorn ... "hver er summan af átta og fjórtán?" ... hvernig í andskotanum á maður að geta gert athugasemdir hjá þér þegar marr þarf að ná í reiknivél bara til að komast i gegnum þetta..
annars hljómar þetta alltof gott fyrir þig þarna ... kanski maður þurfi að kýkja á þig og ath hvort þú sért nokkuð að ljúga bara :D ( hey any reason is a good reason to go to italy :P )
gangi þér vel kagl, hljómar svaka spennandi þarna :D. og remember you may thinkk yurh skotttish.. but your only an idiot :D
Birnir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:29
Skemmtilegt blogg...vertu duglegur að blogga ;)
það er víst enginn finnbogi til að bjarga þér svo farðu varlega og passaðu þig á rennihurðunum.. ;)
Begga (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:16
Keppz, farðu að blogga! :) Ég finn ekki lay-z-boyinn! arg!!!! Ætla að gramsa í fleiri geymslum á morgun! Þú færð hann ekki aftur!
Árni Þór (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 18:37
Hehe skemmtileg færsla hjá þér og gaman fyrir að þig að kvenfólkið er umfram væntingar. Fróðlegt að vita hvort ljósa hárið er þá að skila þeim árangri sem þú vonaðist til!!
Sigrún Rósa (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:39
Jó men, ég ætla að handrukka þig í gegnum veraldarvefinn :)
1135 26 003922 kt. 0105872129 segjum bara 5900! :D
Árni Þór (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:46
hehe þú virðist nú alveg skemmta þér þarna úti það er annað en við fólkið í grenjandi rigningunni hér heima.. það er ekkert gaman!
Aldís (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.