Miðvikudagur, 10. september 2008
Önnur færsla... loksins
Já það hefur verið kvartað mikið yfir því að það hefur ekki verði skrifað nógu títt... hehe. En nú er komið að því. Það hefur bara verið nóg að gera undanfarið og maður hefur ekki komist í þetta. Þar sem að það er nú liðin langur tími síðan að ég skrifaði þá verður þetta væntanlega löng ritgerð aftur (sorry Árni). En ég skipti þessu bara niður þannig að hægt sé að lesa þetta sem margar færslur...
Eins og ég nefndi síðast þá var international dinner á fimmtudaginn var og var eldaður grjónagrautur með kanilsykri. Eflaust var þetta mjög framandi og enginn sem var búinn að smakka þetta áður =P En ég náði nú að koma með eitthvað al íslenskt hand liðinu þegar ég fattaði að ég átti Ópal skot. Það var langskemmtilegast að sjá svipinn á fólki þegar það smakkaði þetta svarta eitur sem við Ásta buðum uppá.
Svo var það nú ansi misjafnt hversu mikið menn lögðu í eldamennskuna Yuk Man og Rex frá Hong Kong voru flottir á því og elduðu einhvern svaka rétt, þeir eru bara svalir og Rex var alveg að fíla Ópal skotin og fékk sér nokkur þangað til að flaskan var tóm! Svo var margt annað sniðugt í boði en maður var samt frekar smeikur við það að prufa sumt af þessu dóti. Finnarnir voru með súpu sem bragðaðist svipað og ópal skot. Svo var gítar partí og stemmari a la Bifröst eftir matinn (En mér skilst að einhver hafi fengið áminningu fyrir læti útaf gítar tónum langt fram á nótt).
Sem betur fer þá var maður ekki í tíma daginn eftir og gat sofið út. En fyrstu tvær vikurnar erum við bara í ítölsku tímum... sem er mjög intense. Við Ben notuðum daginn í það að fara að versla okkur mat og taka til í herberginu okkar. Svo um kvöldið var farið með rútu á vegum ESN (skiptinema ráðið eða Erasmus Student Network, mun ekki endurtaka þetta þannig að leggið það á minnið) á eitthvað diskótek sem var við Lago Magliore sem er svaka flott vatn og geggjuð aðkoma að skemmtistaðnum þar sem að hann var undir svaka brattri klöpp sem var upplýst í allskonar litum. Þetta var víst einhver uppa staður en við sem komu á vegum ESN vorum með VIP og fengum afslátt á barnum. Það var einnig búið að taka frá borð fyrir okkur en ég auðvitað kann ekki að lesa svo ég hlammaði mér niður við borð sem var víst frátekið handa Berlusconi. Við erum ekki að tala um forsætisráðherran sjálfan heldur hefur þetta sennilega verið yngri kynslóðin í mafíuni. Benjamin átti líka 21 árs afmæli þannig að ESN splæsti í kampavín og jarðaber handa karlinum, ekki leiðinlegt að skála með svoleiðis inná uppa staðnum..hehe. Það var svo djammað fram á rauða nótt og farið heim með rútunni aftur.
Daginn eftir s.s. á laugardeginum, voru svo snillingarnir í ESN búnir að skipuleggja ferð til Varese sem er bær og einnig nafnið á svæðinu hérna fyrir ofan Milano. En ég segi snillingar þar sem að þetta var gert daginn eftir svaka djamm ferð og þar sem að við gengum upp í fjall þar sem að eitthvað munka klaustur eða eitthvað kirkju dæmi var (hvað veit ég ég var þunnur). En það var auðvitað ekki nóg fyrir okkur Andy frá Skotlandi að vera þunnir og þreyttir heldur þurftum við auðvitað að mana hvorn annan upp í það að hlaupa upp á topp. Þannig að við vorum mættir upp á topp ca 15 mín á undan hinum. Sem betur fer var kaffihús þar og við gátum fengið okkur vatn. Annars var þetta svaka fallegt og magnað útsyni, það var víst eitthvað brúðkaup í gangi líka þarna. Eftir það fórum við að skoða bæinn Varese og fengum okkur svo eitthvað að borða í boði ESN á stað sem þau voru búin að leigja. Mjög fínn staður en maður var svosem ekki mikið að hreyfa sig úr sætinu eftir gönguna/sprettina upp fjallið.
Sunnudagurinn fór svo í það að jafna sig eftir átök helgarinnar ásamt því að lesa Vinnuréttinn. En svo um kvöldið var pizzu dinner í boði ESN. Það var bara nice! En það var nú eitthvað um bjórdrykkjuna þar og voru liðsmenn ESN duglegir við það að syngja drykkju söngva sína sem hvatti fólk frá hinum ýmsu löndum til þess að klára það sem var í könnunni... ég gat nú ekki gert annað en að vera þjóðinni til sóma og taka að mér hlut Ásu þar líka en hún náði nú samt að klára hálft glasið. Ég held að skotarnir hafi nú verið harðastir í þeirri keppni enda kláruðu allar stelpurnar úr sínum glösum kudos to them! En þar sem að maður var ennþá þreyttur eftir helgina þá var farið snemma að sofa.
Mánudagurinn var bara rólegheit.. læra ítölsku og þvo þvott.. æði! Svo var horft á mynd og farið snemma að sofa aftur hehe. En maður verður líka frekar þreyttur í þessum hita, ekki búið að fara undir 25 stig síðan að ég kom. Í gær (þriðjudag) fór ég svo í ítölsku og las smá meiri vinnurétt og lærði ítölsku en við fórum líka nokkrir strákar í fótbolta á túni hérna rétt fyrir ofan campus. Það voru flestir búnir á því eftir klukkutíma enda var 28 stiga hiti úti. Eftir boltann var mér boðið að mæta á rugby æfingu skólaliðsins (þetta er víst mjög vinsæl íþrótt hérna líka). En ég var bara svo búinn á því að ég verð að láta það bíða. Andy sem er jú skoti rústaði þeim víst á æfingunni og ég er ekki viss um að hann sé velkominn aftur hehe...
Já þetta er að verða jafn langt og handrit eftir Shakespeare en eins og ég nefndi áður... þá er líka hægt að líta inn og lesa smá hluta í einu og commenta... svo lesa meira og commenta aftur!!! Skylda! Skrifa ekki nýa færslu fyrr en ég fæ nægilega mörg komment...
Svo er rétt að minnast á að í kvöld er leikur Íslands og Skotlands í fótbolta... úfff eins gott að við töpum ekki fyrir þeim.. því að það er allt of mikið af skotum hérna og Andy verður óþolandi ef þeir vinna!
Friður út
Stefán Smári
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bevilo, bevilo, bevilo....ég ætla að vara þig við strax, þeir fá aldrei leiða á þessu lagi og það er sungið við öll tækifæri.
Sylvía (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:42
Vantar aðal löndunarkallinn núna hehehe... p.s. þú verður búinn að skipta þessu liverpool logoi út fyrur MUFC logo seinnipartinn á laugardaginn bwahahahaha.... GLORY GLORY
HemmI (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:03
Sammála síðasta manni með þetta ógeðslega lógó á síðunni þinni - og svo finnst þér skrítið að þú fáir aldrei nein komment!!! :) hahaha
Shit sko, kl. er hálf fjögur um nóttina núna! Ég er að gera Reikningshald og bókhald vegna þess að tölvan sem ég var með í láni frá skólanum "eyðilagðist" og öll verkefnin mín fóru út! ARG! *Hvísl* Ég ældi á lyklaborðið á henni eftir pub quiz */hvísl* Var heavy vandræðanlegt að segja fólkinu í tölvudeildinni það!
Þið hefðuð samt alveg getað boðið þeim uppá pasta og þóst hafa fundið það upp, m.v. að þið séuð að gefa þeim hrísgrjón (voða íslenskt) ;) og ég sem hélt að Ása kynni að elda! heheheh...
Ég var á leiknum áðan (Ísland - Skotland) og djöfull er Kjartan Sturluson fokking ógeðslega lélegur í marki! Maður er athlægi! Aron er svo vængefið góður og liðið var að spila gríðarlega vel á köflum! :)
En kommentið mitt er að verða jafn langt og bloggið þitt, þannig að ég segi bara kyss kyss! :) haha
mr. Finnsson
Árni Þór (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 03:37
Hehehe... já maður væri alveg til í að taka eina löndun núna til að borga fyrir alla leikina sem maður ætlar að fara á San Siro! Ætla að reyna að fara á Inter eða Milan leik eftir að Liverpool taka Manure í nefið. YOU ARE SHITE WITHOUT RONALDO!!!
En Árni... usss þú er rosalegur... ertu alveg að missa þig í pub quizinu??? Sheet.
Frétti að Ísland var að yfirspila þá á köflum en Chubby Gudjohnsen gat ekki klárað færin sín... usss
Stefán Smári Kristinsson, 11.9.2008 kl. 10:39
Hahaha... lol and what r u with out Stevie G? ;) þetta verður fyrsta flokks flenging á liverpool mönnum af hálfu FERGUSON ;) hahahaha... Já Aron stóð sig mjög vel í þessum leik... skildi ekki afhveru hann var tekinn útaf... Veigar páll hefði mátt koma fyrr inná og HEIÐAR HELGUSON GAT EKKI RASS!!!
HemmI (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:36
haha Árni ég er ekki hiss að þú hafir ælt á tölvuna m.v. þær myndir sem maður fær sendar frá þér stundum.
Og Stebbi hvort er það Inter eða AC?
Pétur F. (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:43
ammm comment
stjáni (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.