Miðvikudagur, 17. september 2008
Here comes the boom!
Ég ákvað að setja þetta myndband hérna inn vegna þess að ég er búinn að finna nýja íþrótt sem ég elska!.... RUGBY!!! Mér hefur alltaf fundist rugby vera frekar furðuleg og skrítin íþrótt, en núna er ég klárlega búinn að skipta um skoðun. Þetta er mesta snilldar íþrótt sem hefur verið fundin upp. Fótbolti er samt alltaf númer eitt því það er fallegasti leikur sem til er, en rugby er bara tilvalin íþrótt til þess að fá almennilega útrás án þess að þurfa að líta rauða spjaldið fyrir tuddaskap.
Skólinn hérna er með rugby lið og ég hitti nokkra stráka úr liðinu um daginn og þeir spurðu mig hvort að ég vildi mæta á æfingu hjá þeim og ég vildi það að sjálfsögðu. Þannig að ég mætti á æfingu á fimmtudaginn síðastliðinn og það var bara fjör. Eftir æfinguna spurði þjálfarinn mig hvort að ég vildi keppa með þeim á þriðjudaginn (s.s. í gær). Ég sagðist ekki kunna neitt í þessari íþrótt og vissi ekki neinar reglur en ég væri alveg til í það. Sem betur fer talar þjálfarinn ágætis ensku á ítalskan mælikvarða þannig að hann getur sagt manni hvað maður á að gera.
Málið var ekki að ég var svona góður á fyrstu æfingu heldur var það meira það að þeir voru svo lélegir.. hehehe. En Andy er klárlega langbestur þarna og hefur æft íþróttina lengi þannig að hann getur hjálpað manni að verða góður rugby leikmaður.
Svo var leikur í gær, og ég var svaka spenntur allan daginn. Hitaði vel upp með því að horfa á fullt af rugby vídjóum á youtube og var orðinn alveg snar bilaður þegar við mættum loks til leiks. Ég ákvað að byrja útaf svona til þess að sjá aðeins hvernig þetta virkar betur. Svo þegar ég fór inná þá var maður tilbúinn að tækla menn uppúr skónum. Ég byrjaði sem center, sem þýðir basically að maður spilar aðeins til hliðar við "mosh pittið" eða hrúguna... tilbúinn að hlaupa eins og brjálæðingur ef maður fær boltann. Það var svosem allt í lagi og maður fékk að hlaupa mikið en lenti því miður ekki í miklu actioni. Svo byrjaði ég seinni hálfleik útaf en var æstur í að fá að komast inná völlinn aftur og sagði þjálfaranum að ég væri tilbúinn til þess að spila hvaða stöðu sem er (ég vildi bara komast inná ..) þannig að hann setti mig inná sem second row sem var bara gaman því þá var maður í hrúgunni að tækla eins og óður maður. Það var miklu meira fjör og ég held að ég sækist eftir því að spila þar. Í rugby þá eru auðvitað stærstu gaurarnir fremstir til þess að tækla og blokka og ég spilaði rétt fyrir aftan þá ef að einhver skyldi komast á milli.
Við náðum að halda jöfnu í hálfleik 0-0 en töpuðum síðan 6-0 eða 9 man það ekki þeir náðu 3 snertimörkum á okkur undir lokin því flestir í liðinu voru orðnir þreyttir enda lítið búnir að æfa fyrir þennan leik. En andstæðingar okkar voru í mun betra formi og miklu skipulagðari. Þetta var samt bara gaman og maður var mjög svekktur þegar dómarinn flautaði leikinn af því að mig langaði til þess að spila meira. En það er leikur eftir þennan þannig að maður spilar væntanlega meira þá.
En eitt skil ég ekki, afhverju í fjandanum hefur enginn startað rugby liði á Íslandi... þessi íþrótt er sem sniðin fyrir íslendinga enda miklir ruddar á fótboltavelli og þekktir fyrir harðan varnarleik í handboltanum. Væri alveg til í að sjá Sigfús Sigurðsson tækla mann og annan. Ég held að þetta sé málið. En ég mun örugglega gera eitthvað í því þegar ég kem aftur á klakann.
Annars gerðist ekki margt sem vert er að segja frá því rugby er nú orðið númer 1. Fórum á diskótek í Mílano á laugardaginn... svo byrjaði kennslan í lögfræðinni á mánudaginn sem var vægast sagt skondið. En ítalska enskan er ekki alltaf sú léttasta að skilja og var maður stundum lengi að fatta hvað kennarinn var að segja. En ég fattaði strax hvað prófessorinn í international business law var að segja þegar hann talaði um fiiishhoonn. Enda var Sylvía búin að segja mér frá því að það er tíska.. eða á engilsaxneskri túngu fashon. Bara gaman að því!
En ég mun segja betur frá því seinna.
Ciao
Stefán Smári, over and out
og munið að commenta!!! Mun fleyri ip tölur skráðar en comment! meira að segja lame comment eins og hjá Stjána telja!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Comment
comment (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:03
Ég er ekki alveg að sjá þig fyrir mér sem rugby leikmann...ertu ekki með shiner á báðum augum eftir þetta??
En já, þú hefur forskot í IBL því ég er búin að segja þér svo margt...ég var marga klukkutíma að átta mig á því hvað manngreyið var að tala um og hélt að ég væri bara krappléleg í ensku
Sylvía (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:08
hversu leim ertu að skoða ip töluna.. og hahaha þú í rugby.. annað.. þetta er kallað Amerískur Fótbolti... á bara að vera þar.. :) heh
svo bloggaru alltof löng blogg svo ennginn nennir að lesa eða commenta nema svona einhverft fólk sem hefur ekkert annað við líf sitt að gera eins og ég! :)
Aldís besta frænka (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:29
Hæhæ.
Varð að henda inn commenti þar sem þú virðist vera so strangur á það..! Þekki þig nú eitthvað lítið en veit hinsvegar NÁKVÆMLEGA hvað þú ert að tala um í þessu öllu þar sem að ég var sjálf skiptinemi þarna síðastliðið haust. Nema kannski rugby-ið.. Ég kynnti mér það ekki mikið. Gaman að þú skemmtir þér vel og bíddu bara þetta verður enn betra ;) Og ég er líka sammála þér með ítölsku fegurðina.. Gerist ekki betra (ég var samt aðallega að vasast í strákunum :)
Halstu áfram að djamma og halda heiðri okkar uppi!
Bið að heilsa ESN strákunum
Kv. M
Matta á íslensku Matilda á ítölsku (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 23:49
Detti mér allar dauðar lýs úr höfði! Þú litli kallinn í Rúbbý! Þetta er nú meira ruglið :) hahhaha... Það þýðir samt ekkert að koma sér í gott form þarna úti, þ.e. annað en drykkjarform! :)
sé þig kappi! :)
Árni Þór (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 01:10
Hahaha.. nei fólkið ekki að sjá mig fyrir sér í rugby... hmm semsagt lítil trú á kallinum þar. En ég get sagt ykkur það að maður kemst langt á ákveðni og never say die attitude í rugby. Ef að náungi er 110 kg þá verð ég bara að hlaupa töfalt hraðar en hann til að að vera viss um að tækla hann niður ... smá Newton þar á ferð fyrir ykkur krakkar.
Og Aldís litla frænka... hvað get ég sagt? Það er víst ástæða fyrir því að þú fæddist ljóshærð og losnar ekkert við það þó að þú litir á þér hárið. Rugby er ekki það sama og amerískur ruðningur! Þeir eru aular og nota hlífar... einnig meiga þeir senda boltan áfram völlinn .. mæli með wikipedia... það getur verið fræðandi.
Já takk Matta fyrir commentið... við vorum jú saman í sápubolta liði... og já ítalskt já takk, me likes!
Árni Þór, ég er farinn út að hlaupa koma mér í form! Því það er try-out fyrir skóla liðið í fótbolta og þeir eru víst góðir ... þannig að það verður ekker djamm þessa vikuna!
Ciao
Stefán Smári Kristinsson, 18.9.2008 kl. 10:44
úfffffffffff... Stefán, þú ert einn versti skiptinemi sem ég veit af! Ekki fullur alla daga! Hvað á það að þýða? Hvað næst? Út úr skápnum? :S
Árni Þór (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:38
Já bleeeessaður frændi :) Sorrý á kommentaleysinu en það er bara búið að vera kreisí í vinnunni... Það er gott að þú ert að blómstra þarna úti svo maður þarf ekki að hafa áhyggjur af þér allavega, ekki það að maður var að pæla í því, frekar að maður hefði áhyggjur af því að þú yrðir laminn af einhverjum abbó bræðrum eða feðrum, enda mikill ragazza amante! En með þetta rúbbí, mér líst vel á það enda þarftu að fá góða útrás fyrir rítalín leysinu þarna úti :) En útí aðra sálma, djöfull er gaman að vera poolari þessa daganna! Ha, er þaggi Árni.. hehe :) Jæja hafðu það bara sem allra best og vertu stilltur og ekki gera eitthvað sem ég myndi ekki gera... Kv. Höddmeister
Höddi frændi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:09
hahah... þið eruð svo miklir mongólítar! :)
Árni Þór (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 12:04
hahahahhahahah... "Gerrard er besti skotmaður í heimi!" "Torres er rosalegur!" að heyra Stebba segja þetta og svo geta þeir ekki einu sinni skorað úr tæplega 30 skotum og 20+ hornspyrnum, voru hvað 67% með boltann! hahahahah
Árni Þór (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:24
haha, þeir eru báðir ný komnir úr meiðslum og hafa ekki spilað mikið ... og 4 stig úr 3 leikjum er engin æðisleg niðurstaða það heldur :D
Jóel Daði ólafsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 22:58
Hahaha já gaman að heyra í ykkur strákar! Árni mundu bara það að Chelsea munu flengja United á eftir. En ég er reyndar drullu ósáttur með það að 100 mark Gerrard í Liverpool treyju skuli hafa verið dæmt af án þess að hafa nein almennileg rök fyrir því... Kuyt var aldrei í rangstöðu. En Árni þetta er bara svona svipað og þegar þú nærð að merja sigur gegn mér á vítaspyrnum eftir að ég er búinn að eiga leikinn og vera 67% með boltan og dómarinn í þínu liði =) hahaha
Ciao ragazzi!
btw nýtt blogg á leiðinni mjög bráðlega!
Stefán Smári Kristinsson, 21.9.2008 kl. 11:41
Poteito, potato...! þegar þú kemur til landsins mun ég hvort eð er taka þig niður og níðast á þér þarna ... :) og ljósa hárið er bara gott.. þá hefur maður alltaf afsökun fyrir að segja eitthvað rangt...
anyways þá hef ég alltaf rétt fyrir mér... þú þarft bara að átta þig á því :) og vertu nú ekki að hvarta yfir hvað fólk kommenti lítið hjá þér ;)
Aldís... (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:17
Ertu kominn á ítalska tímasetningu þegar þú segir að það sé aaaaaalveg að koma nýtt blogg eða? :D
Árni Þór (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 01:47
Stefán er lélegasti bloggari sem ég veit!
Sylvía (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 03:05
Ég segi það - hvað heldur hann að maður nenni að commenta oft á sömu færsluna! Þurfum að senda hann í smá hagfræði!
Árni Þór (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 12:20
Hva... djö...? á ekkert að blogga! :)
Höddi Frændi (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:15
Visit www.naked-stefan-with-small-saussage.com
Höddi Frændi (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:17
hehehe... troddu nú einu helvítis bloggi að! :)
Árni Þór (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:07
btw nýtt blogg á leiðinni mjög bráðlega!
Stefán Smári Kristinsson, 21.9.2008 kl. 11:41
Þetta eru þín orð Stefán! :) Í dag er 2. október
Árni Þór (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.